Innlent

Á­kærð fyrir að kæfa son sinn með kodda

Árni Sæberg skrifar
Móðirin bjó ásamt drengjunum tveimur á Nýbýlavegi.
Móðirin bjó ásamt drengjunum tveimur á Nýbýlavegi. Vísir/Vilhelm

Kona, sem hefur sætt gæsluvarðhaldi óslitið frá því að sonur hennar fannst látinn á heimili þeirra á Nýbýlavegi í lok janúar, sætir ákæru fyrir að bana drengnum með kodda.

Þetta kemur fram í ákæru sem Vísir hefur undir höndum og var þingfest í morgun. Ríkisútvarpið hefur eftir heimildum að konan hafi játað sök en borið fyrir sig ósakhæfi. Þinghald í málinu er lokað.

Greint var frá því á dögunum að konan hafi einnig verið ákærð fyrir tilraun til að bana eldri syni hennar.

Í ákærunni segir að móðirin hafi svipt son sinn lífi með því að setja kodda yfir andlit hans og með báðum höndum þrýst koddanum yfir vit hans og þrýst á háls hans og efri hluta brjóstkassa og ekki linað þau tök fyrr en hún varð þess áskynja að hann var látinn, en drengurinn lést af völdum köfnunar.

Hún hafi í kjölfarið farið inn í herbergi þar sem eldri sonur hennar lá sofandi, tekið fyrir vit hans með annarri hendi og í hnakka hans með hinni og þannig þrýst andliti hans niður í rúmið, þannig að hann gat ekki andað.

Við atlöguna hafi drengurinn vaknað og getað losað sig úr taki móður sinnar. Með háttsemi sinni hafi konan á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sonar síns.

Þá krefur faðir drengjanna móðurina um átta milljónir króna í miskabætur. 


Tengdar fréttir

Ákærð fyrir að hafa orðið syni sínum að bana

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur móður sem grunuð er um að hafa orðið syni sínum að bana í Kópavogi. Hún hefur setið í gæsluvarðhaldið vegna málsins síðan í lok janúar. 

Andlát barnsins á Nýbýlavegi komið á borð ákærusviðs

Andlát sex ára gamals drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í lok janúarmánaðar er komið á borð ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhald yfir móður drengsins, sem er grunuð um að hafa ráðið honum bana, var framlengt í gær.

Gæsluvarðhald vegna atburðanna á Nýbýlavegi framlengt aftur

Gæsluvarðhald yfir konu um fimmtugt, sem grunuð er um að hafa banað sex ára syni sínum í lok janúarmánaðar, hefur verið framlengt aftur um fjórar vikur. Konan hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku 1. febrúar síðastliðinn. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×